MAX-vélarnar mögulega í loftið í lok árs

Ein af Boeing 737-MAX flugvélum Icelandair.
Ein af Boeing 737-MAX flugvélum Icelandair. mbl.is/​Hari

Flugöryggismálastofnun Evrópusambandsins, EASA, tilkynnti í dag að mögulega verði flugvélum af gerðinni 737 MAX frá flugvélaframleiðandanum Boeing leyft að fljúga að nýju, mögulega í lok þessa árs. Allar 737 MAX vélar Boeing voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys í fyrra sem urðu samtals 346 manns að bana.

Forstöðumaður EASA, Patrick Ky, sagði við fréttamenn á blaðamannafundi í dag að „í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár sjáum við fyrir endann á þeirri vinnu sem ráðist var í vegna kyrrsetningar MAX-vélanna.“

Prófanir EASA og bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA,  hafa gengið vel að sögn Patrick en þó eigi enn eftir að ráðast í þjálfun flugmanna MAX-vélanna.

Icelandair kyrrsetti allar sínar MAX-vélar í fyrra í kjölfar slysanna tveggja en félagið á sex vélar og á von á þremur tilviðbótar í vor. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði nýverið í samtali við mbl.is að hann væri vongóður um að MAX-vélarnar verði teknar aftur í notkun hjá Icelandair næsta vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK