Líflegt samfélag þeirra sem versla á netinu að utan

Póstsendingum að utan hefur fjölgað mjög á liðnum árum.
Póstsendingum að utan hefur fjölgað mjög á liðnum árum. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 36 þúsund Íslendingar eru meðlimir í facebookhópnum „Verslað á netinu“. Hópurinn er sá stærsti en alls ekki sá eini sinnar tegundar og er til marks um líflega netverslun þeirra sem panta vörur sínar að utan.

Blaðamaður ræddi við Önnu Björk Kristinsdóttur, sem hefur verið annar af tveimur stjórnendum síðunnar síðastliðinn áratug og hefur því góða innsýn í þennan anga verslunar.

Hún segir það ekkert nýmæli að fólk panti vörur frá erlendum netsíðum, en það hafi tekið mikinn kipp fyrir 4-5 árum þegar margar af stóru vefverslununum tóku að opna fyrir sendingar til Íslands. Samfara því hafi fjölgað mjög í facebookhópnum, en margir reiða sig á aðstoð annarra við að stíga sín fyrstu skref.

Lifandi samfélag netverja

Anna segir að að mörgu sé að hyggja við slík kaup. Tollar og innflutningsgjöld geti verið mjög mismunandi eftir því hvaða hlutir eru keyptir og hvaðan og alls ekki víst að öll kaup borgi sig. Einnig séu margir hræddir við að láta svindla á sér, sem Anna segir ólíklegt að gerist þegar verslað er við þekkt merki og vöruhús. Þó verði alltaf að hafa í huga að ekki sé allt gull sem glóir og því nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga er grunur vaknar.

Við skoðun á facebooksíðunni virðist sem félagslegi þátturinn sé snar þáttur í upplifun kaupenda. Fólk deilir upplýsingum, gefur meðmæli og birtir jafnvel myndir af því sem það hefur keypt og kennir þar margra grasa, allt frá smæstu hlutum upp í heilu innréttingar húsa. Margir hlutir virðast einnig fara í endursölu á ýmsum netsíðum.

Fá sent heim og senda aftur út

Spurð um áhættuna við að panta t.d. fatnað og skó sem ekki passi segir Anna að stærri netverslanir bjóði í auknum mæli ókeypis endursendingu og fulla endurgreiðslu ef varan hentar ekki. Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að panta t.d. sama skóparið í þremur stærðum og endursenda eftir mátun heima hjá sér.

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK