Loka fjölda kvikmyndahúsa

Cineworld er ein helsta kvikmyndahúsakeðja Bretlands.
Cineworld er ein helsta kvikmyndahúsakeðja Bretlands. AFP

Breska kvikmyndahúsakeðjan Cineworld tilkynnti í dag að hún hygðist loka tímabundið kvikmyndahúsum sínum í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ákvörðunin er tekin í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna, en kórónuveirufaraldurinn hefur frestað útgáfu margra nýrra mynda sem áttu að koma út í vor og sumar.  

Í yfirlýsingu Cineworld sagði að 127 kvikmyndahús í Bretlandi og 536 kvikmyndahús í Bandaríkjunum, þar sem keðjan starfar undir heitinu Regal, yrðu lokuð tímabundið. Um 45.000 manns vinna hjá fyrirtækinu í löndunum tveimur. 

Í tilkynningunni sagði enn fremur að vegna þess að stórir bíómarkaðir, eins og New York-borg, væru áfram lokaðir væru kvikmyndaverin treg til þess að gefa út nýjar kvikmyndir, sem aftur leiddi til þess að Cineworld gæti ekki tryggt viðskiptavinum sínum nægilega gott úrval til þess að þeir myndu vilja fara að sjá kvikmyndir meðan faraldurinn væri í gangi. 

Tilkynning keðjunnar kemur einungis nokkrum dögum eftir að framleiðendur Bond-myndarinnar „No Time To Die“ tilkynntu að frumsýningu hennar hefði verið frestað fram í apríl á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem frumsýningunni er frestað, en hún átti upphaflega að koma út í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK