Vinnvinn verður til

Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason.
Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason. Ljósmynd aðsend

Vinnvinn sérhæfir sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn, þau Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir, búa yfir áratuga reynslu á sviði ráðninga og ráðgjafar að því er segir í fréttatilkynningu.

Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent ráðningar þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil.

Auður hefur komið að ráðningum hundraða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu.

Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum.

Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn að því er segir í fréttatilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK