Hlutabréfaverð á uppleið

AFP

Breska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um meira en 1,5% það sem af er degi en þetta er fyrsti dagur viðskipta í kauphöllinni í London eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið endanlega. Breska pundið hefur einnig hækkað gagnvart bandaríkjadal. 

FTSE 100-vísitalan hækkaði um 1,54% við upphaf viðskipta í morgun en kauphöllin hefur verið lokuð frá því á gamlársdag. Á evrusvæðinu hefur þýska DAX-vísitalan hækkað um 1,2% og í Frakklandi nemur hækkun CAC-vísitölunnar 1,3%.

Í kauphöllum í Asíu og Eyjaálfu hafa hlutabréfavísitölur hækkað í dag fyrir utan Japan. Lækkunin þar er rakin til frétta um að forsætisráðherra Japans, Yoshihide Suga, íhugi að setja á neyðarástand í höfuðborg landsins og svæðunum í kringum Tókýó vegna mikillar fjölgunar nýrra Covid-19-smita þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK