Lögleiðing rafrænna húsfélagsfunda

Eignaumsjón annast rekstur um 600 húsfélaga vítt og breitt um …
Eignaumsjón annast rekstur um 600 húsfélaga vítt og breitt um landið. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fundir í húsfélögum mega samkvæmt núgildandi lögum ekki vera haldnir rafrænt en það breytist ef frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir í félagsmálaráðuneytinu verða að lögum. Þau rýmka kröfur sem lögin gera til löglega boðaðra húsfunda og opna þannig á alfarið rafræna eða blandaða húsfundi.

Þessum tillögum fagnar forstjóri Eignaumsjónar hf., Daníel Árnason. Honum er málið skylt, því fyrirtæki hans annast rekstur um 600 húsfélaga vítt og breitt um landið. Að baki þeim félögum eru um 15.000 eignir og Eignaumsjón er með um 70% hlutdeild á húsfélagsrekstrarmarkaðnum.

Farsælt að hafa blandaða fundi

Hlutverk Eignaumsjónar er í raun að annast rekstur húsfélags frá A til Ö. „Í rekstrinum felast fundarhöld, sem í sumum tilvikum eru bara eins og litlar ráðstefnur. Það þarf að boða til þeirra með lögmætum og skilvísum hætti, sem gengur heilt yfir mjög vel,“ segir Daníel. Í nýjum lögum er gert ráð fyrir að fundirnir geti verið blandaðir, sem hann telur farsælt. „Þá verður okkar hlutverk að skipuleggja fundina, þannig að þeir sem kjósi að vera á vettvangi geti það, sem er til dæmis algengt hjá eldri kynslóðinni, og einnig þannig að þeir sem ekki geti verið viðstaddir af ýmsum ástæðum geti verið viðstaddir fundina rafrænt.“

Tímabærar breytingar

Daníel segir að þessar breytingar hafi verið tímabærar og að þörfin á þeim hafi orðið enn skýrari í heimsfaraldrinum. Auk þessara breytinga stendur ýmislegt annað til bóta í nýju frumvarpi, eins og til dæmis sú heimild húsfélaga að skipta húsum upp í viðhaldseiningar, þannig að verslun öðrum megin í húsi geti ráðist í framkvæmdir á sínum hluta hússins en til dæmis vöruskemman hinum megin sé ekki skylduð til þátttöku í þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK