Coca-Cola með nýja stefnu

Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.
Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi. mbl.is/Valgarður

Coca-Cola á Íslandi leitast nú við að ræða við erlenda starfsmenn á móðurmáli þeirra. Ákvörðunin er hluti þeirrar stefnu að tryggja að öll viðhorf fái hljómgrunn. Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á jafnrétti.

„Við erum mjög meðvituð um samfélagslega ábyrgð. Við látum okkur ekki nægja að horfa á jafnréttismálin í þröngum skilningi, enda erum við framarlega í kynjajafnfrétti. Til dæmis eru jöfn hlutföll milli karla og kvenna í stjórn og á meðal stjórnenda. Við viljum líka tryggja að við séum með öll viðhorf starfsmanna upp á borðinu og að sem fjölbreyttastar raddir heyrist hjá okkar starfsmönnum,“ segir Einar Snorri.

Upplifi sig hluta af teyminu

Hvernig stuðlið þið að því?

„Til dæmis í árlegum starfsmannasamtölum. Við erum með 18 útlendinga í vinnu sem koma frá sex löndum. Sumir tala ekki íslensku og sumir tala ekki endilega ensku. Þannig að við höfum byrjað að taka starfsmannasamtölin helst á móðurmáli þeirra með aðstoð túlks, svo við heyrum þeirra sjónarmið sem best við getum. Það hefur gengið mjög vel.

Þannig að ég held að okkur hafi tekist að tryggja fjölbreytileikann og að sem flestar skoðanir fái að heyrast. En ég held að næsta verkefni – ekki aðeins hjá okkur heldur öllum sem vilja láta taka sig alvarlega í jafnréttismálum – sé að tryggja að allir starfsmenn upplifi sig sem hluta af teyminu og hafi eitthvað að segja um hvernig hlutirnir eru gerðir. Á ensku er talað um „inclusion“ í þessu samhengi, við getum talað um að tilheyra. Stóra verkefnið fram undan er að tryggja að við séum ekki aðeins með fjölbreytileikann og jafnréttið heldur að allur þessi fjölbreytileiki fái að skila sér og að öll viðhorf fái hljómgrunn,“ segir Einar Snorri.

En í ViðskiptaMogganum í gær er ítarlegt viðtal við forstjórann um reksturinn í fyrra og áform félagsins næstu misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK