Opna sína stærstu verslun utan Reykjavíkur

Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir.
Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ákveðið hefur verið að Lindex opni nýja verslun á Selfossi í húsnæði sem í dag hýsir sérverslun Hagkaups. Verslunin verður sú stærsta sem Lindex hefur opnað hér á landi utan höfuðborgarsvæðisins, en verslunin mun opna 7. ágúst. 

Boðið verður upp á alla vörulínu Lindex; dömu- og undirfatnað og barnafatnað ásamt snyrtivörum og fylgihlutum.

„Við höfum leitað lausna í nokkur ár til að fylgja eftir opnunum á Akranesi, Suðurnesjum og síðast á Egilsstöðum með verslun í okkar heimabæ, á Selfossi þar sem þetta allt saman byrjaði. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa en það er mikið gleðiefni að samningar skuli hafa náðst við Haga um verslunarrýmið við hlið Bónus. Við mátum það svo að við vildum hafa verslunina á Selfossi stærri en áður hafði verið kynnt og bjóða upp á allar vörulínur Lindex,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi, í tilkynningu. 

Nýja verslunin á Selfossi verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit fyrst dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London. Hönnunin byggir á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvítra lita í bland við svart og viðar sem gefur útliti verslunarinnar skandínavískt yfirbragð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK