Tækni Dohop knýr nýja þjónustu Vueling

Vél Vueling.
Vél Vueling. AFP

Vueling, stærsta flugfélag Spánar, kynnti nýverið til sögunnar Vueling Global, nýja þjónustu sem  þróuð er í samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Dohop. 

Vueling Global auðveldar viðskiptavinum flugfélagsins að bóka fjölbreytt úrval af tengiflugi um allan heim og tvinnar þar saman leiðakerfi Vueling og samstarfsaðila. 

Vueling er þó ekki fyrsta flugfélagið sem hleypir af stokkunum slíku leiðakerfi í samvinnu við Dohop. Meðal flugfélaga sem þegar nýta tækni Dohop nú þegar eru easyJet, Eurowings, Air France, Avianca, Jetstar og fleiri.

„Vueling hefur náð góðum tökum á nýjustu tækni og getur því hreyft sig hratt og aðlagast breyttum kröfum viðskiptavina og markaðarins í heild. Ein slík krafa er að flugfélög geti afgreitt löng og oft flókin tengiflug um allan heim án vandkvæða, frá brottför til áfangastaðar. Með tækni og þjónustu Dohop getur Vueling tengt sín leiðakerfi við samstarfsaðila og boðið slíka þjónusta á skilvirkan hátt gagnvart viðskiptavinum sínum,“ er haft eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK