Landsbyggðin þurfi betri hleðsluinnviði

Hleðslustöðvar ON á Hrannarstíg.
Hleðslustöðvar ON á Hrannarstíg. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fulltrúar stærstu bílaumboðanna á Íslandi telja flestir að aðeins 10-15% seldra bíla verði knúin áfram af bensíni eða dísilolíu árið 2025. Það samræmist því markmiði stjórnvalda að árið 2030 verði enginn fólksbíll seldur á Íslandi sem er einungis knúinn áfram af bensíni eða dísilolíu.

Það sem af er ári eru 66% seldra bifreiða knúin áfram af rafmagni að einhverju leyti, annaðhvort í formi tengiltvinn eða rafmagns. Vinsælasti bíllinn það sem af er ári er tengiltvinnjeppinn Mitsubishi Outlander. Fast á hæla honum kemur Tesla Model 3 sem er hreinn rafbíll. Árið sem leið var Model 3 með flestar nýskráningar.

Fjöldi aðila vinnur nú að uppbyggingu hleðslustöðva fyrir allan þennan fjölda bíla. Sú uppbygging er þó ekki komin svo langt að bílaleigur séu byrjaðar að fjárfesta í rafbílum í stórum stíl.

Kristján Már Atlason, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar ON, segir skorta hleðsluinnviði við þjóðveginn og gististaði. Hann bendir á að þar eigi olíufyrirtækin og smásala dýrmætar lóðir og því liggi beinast við að þeir láti til sín taka svo ferðamenn geti treyst rafbílum: „Maður finnur það sjálfur þegar maður keyrir um landið að hleðslustöðvar vantar. Fólk er að reyna að finna gististaði þar sem eru hleðslustöðvar til að hlaða bílinn yfir nóttina. Þá getur maður vaknað um morguninn og keyrt 500 kílómetra á nýju bílunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptamogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK