Velta í smásölu eykst verulega

Eftir tímabil lokana og samkomutakmarkana er velta smásölu farin að …
Eftir tímabil lokana og samkomutakmarkana er velta smásölu farin að aukast. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Velta reyndist vera mun meiri í vor en vorið 2020, enda voru lokanir og takmarkanir tíðar í fyrravor vegna kórónuveirunnar.

Samkvæmt tölulegum upplýsingum frá Hagstofunni var velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum á tímabilinu mars-apríl 2021 18% hærri en á sama tímabili 2020 og 6% hærri en á sama tímabili 2019.

Ef tímabilið mars-apríl 2021 er borið saman við sama tímabil 2019, þá jókst velta verulega samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í smásölu, heildsölu að undanskilinni olíuverslun og í útflutningsgreinum. Á sama tíma hækkaði gengisvísitala um 10%. 

Miklar lækkanir voru í öllum greinum tengdum ferðaþjónustu og olíuverslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK