Ferðatryggingasjóði komið á fót

AFP

Lög um Ferðatryggingasjóð hafa nú tekið gildi og reglugerð um sjóðinn hefur jafnframt verið gefin út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

„Með Ferðatryggingasjóði er komið á fót nýju tryggingakerfi fyrir pakkaferðir í stað eldra tryggingakerfis sem sætt hefur mikilli gagnrýni undanfarin ár. Sjóðurinn er sameiginlegur tryggingasjóður ferðaskrifstofa sem tryggir endurgreiðslur til ferðamanna við ógjaldfærni eða gjaldþrot seljenda pakkaferða. Ferðatryggingasjóður er sjálfseignarstofnun sem tryggir réttindi neytenda með betri hætti en verið hefur og felur jafnframt í sér umtalsvert hagræði fyrir ferðaskrifstofur hér á landi,“ segir í tilkynningunni. 

Í stjórn sjóðsins sitja Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður, formaður, skipuð án tilnefningar, Jóhann Tómas Sigurðsson lögmaður, fulltrúi Neytendasamtakanna, og Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri, fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Stjórnin hefur falið Ferðamálastofu að stíga fyrstu skref varðandi starfsemi sjóðsins, s.s. að vinna að umsýsluverkefnum sjóðsins. Skilafrestur gagna þeirra sem sækja um aðild að sjóðnum er til 1. ágúst og gjalddagi stofngjalds 1. september nk. Gjalddagi iðgjalds og frestur til að leggja fram tryggingu er til 1. desember nk. Ferðamálastofa veitir allar nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK