Annata skilar methagnaði

Skrifstofur Annata við Smáralind.
Skrifstofur Annata við Smáralind.

Annata, skýjalausna og tæknifyrirtæki, skilaði methagnaði árið 2020 en hagnaður félagsins nam 728 milljónum. Þetta er mikill viðsnúningur miðað við 2019 þar sem félagið tapaði 164 milljónum króna. Tekjuvöxtur fyrirtækisins sem af er ári er um 60% vegna meiri sölu áskrifta að hugbúnaði fyrirtækisins.

Heildareignir félagsins nema um 2,5 milljörðum og eigið fé nam 1.955 milljónum um áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Við erum gríðarlega stolt af þeim mikla árangri sem náðist árið 2020 þrátt fyrir mikla óvissu í upphafi árs,“ er haft eftir Jóhanni Ólafi Jónssyni, forstjóra Annata.

„Það er ljóst að þau áhrif sem Covid-19 hefur haft á starfsemi fyrirtækja hafa orðið til þess að auka eftirspurn eftir lausnum Annata og hin mikla þróunarvinna sem starfsfólk Annata hefur unnið að undanfarin ár er að skila miklum vexti í vaxandi langtímasamningum um allan heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK