Þriðja flugvél PLAY til landsins

Flugvélin sem um ræðir.
Flugvélin sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis.

Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins, að því er segir í tilkynningu.

Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. TF-PLB er af gerðinni A321neo og er ein þriggja systurvéla sem PLAY tryggði sér frá AerCap, stærsta flugvélaleigusala í heimi.

Vélin er 2018 árgerð, líkt og hinar tvær vélar félagsins, TF-AEW og TF-PLA, sem komu fyrr í sumar, og tekur 192 farþega.

Félagið á von á þremur flugvélum til viðbótar næsta vor þegar áætlað er að hefja flug til Bandaríkjanna. Þá er áformað að flugflotinn verði kominn í um tíu vélar árið 2023.

„Það er mjög ánægjulegt að systurskip hinna tveggja flugvéla PLAY sé á leið til landsins. Í sumar höfum við hægt og rólega verið að byggja okkur upp og það er allt á áætlun hjá okkur. Þrátt fyrir bakslag í heimsfaraldrinum lítum við björtum augum til framtíðar enda höfum við fengið frábærar móttökur og finnum greinilega að það er ferðahugur í fólki,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK