Eðvald Gíslason nýr forstöðumaður Kviku

Eðvald Gíslason er nýr forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku.
Eðvald Gíslason er nýr forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku. Ljósmynd/Aðsend

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku.

Þetta kemur fram í tilkynningu Kviku.

Deildin er ný og mun meðal annars sjá um innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar, áætlanagerð samstæðunnar, þróun stjórnendaupplýsinga og lykilmælikvarða þvert á samstæðu Kviku.

Eðvald starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og fyrir það vann hann við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Segir þá meðal annars í tilkynningunni að hann hafi komið að fjölbreyttum verkefnum á borð við greiningu umfangsmikilla gagnabanka, útbúa spár og gerð fjárhagslegra reiknilíkana.

Hann útskrifaðist B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og lauk síðan meistaragráðu í verkfræði með áherslu á hagnýta stærðfræði frá DTU í Danmörku árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK