Signicat kaupir Dokobit

Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi.
Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi.

Norska auðkenningafyrirtækið Signicat hefur nú keypt litháíska fyrirtækið Dokobit sem er stærsti lausnaraðilinn fyrir rafrænar undirskriftir á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar segir að samruninn muni auka möguleika fyrirtækjanna á að ná markaðsleiðandi stöðu í Evrópu. 

Markmið okkar hefur alltaf verið að verða stærst í Evrópu á sviði rafrænna undirskrifta og með Signicat munum við ná því mun hraðar - með því að nýta hin mikla fjölda auðkenningalausna Signicat, munum við geta einbeitt okkur að nýsköpun og þróun á lausnum fyrir rafrænar undirskriftir”, er haft eftir Ólafi Páli Einarssyni, framkvæmdastjóra Dokobit á Íslandi, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK