Auglýsing Heimkaups bönnuð

Heimkaup.
Heimkaup.

Neytendastofa hefur bannað Wedo ehf., sem rekur Heimkaup, að auglýsa fría heimsendingu, þar sem auglýsingin þótti vera villandi. 

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Heimkaups um fría heimsendingu. Í auglýsingunni sagði m.a. „frítt heim til þín á 2 tímum“, „Við erum tilbúin og sendum frítt til þín“ og „við sendum frítt.“

Skilyrði fyrir heimsendingunni voru þau að viðkomandi væri staddur á höfuðborgarsvæðinu og keypti vörur fyrir að lágmarki 14.900 kr. (seinna 7.900 kr.). Þá var þjónustan undanskilin fyrir kaup á fyrirferðamiklum eða þungum vörum, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

Almennt villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og „ókeypis“ eða „frítt“

Í ákvörðuninni er fjallað um að Neytendastofa telji auglýsingarnar villandi fyrir neytendur. Annars vegar séu mikil skilyrði sem takmarki það í hvaða tilvikum heimsendingin sé í boði. Hins vegar sé það almennt villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og „ókeypis“ eða „frítt“ ef greiða þarf fyrir aðra vöru eða þjónustu til þess að fá það sem sagt er „frítt“.

Í ákvörðun Neytendastofu kemur m.a. fram, að í málinu sé óumdeilt að Wedo auglýsti fría heimsendingu með þeim orðum en skilyrði þess væri að neytandi væri staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og að verslað væri fyrir ákveðna lágmarksupphæð auk þess sem ekki eigi við um heimsendingu á þungum og fyrirferðamiklum vörum.

Notkun orðsins frítt felur í sér rangar upplýsingar

„Þrátt fyrir að auglýsingunum hafi verið breytt og þær beri nú stjörnumerki auk stuttra skýringa á þeim takmörkunum sem þjónustan er háð er að mati Neytendastofu villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. Þrátt fyrir að heimsending sé ekki í boði fyrir pantanir undir 7.500 kr. og neytendur greiði því aldrei fyrir heimsendingu er hin fría þjónusta eingöngu í boði gegn greiðslu að lágmarki 7.500 kr. Notkun orðsins frítt í auglýsingunni felur í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og eru þessar upplýsingar líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið,“ segir í ákvörðuninni.

Ennfremur segir, að fullyrðingin sé líkleg til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda.

Þar með hafi Wedo brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetngingu auk reglugerðar um viðskiptahætti með því að veita rangar upplýsingar um verð í auglýsingu félagsins. Neytendastofa taldi því rétt að banna Wedoe hf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK