Nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Group

Frá vinstri: Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Rakel Óttarsdóttir, nýir framkvæmdastjórar …
Frá vinstri: Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Rakel Óttarsdóttir, nýir framkvæmdastjórar Icelandair Group. Samsett mynd

Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Rakel Óttarsdóttir hafa verið ráðnar sem nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Group. Þær munu hefja störf á fyrsta ársfjórðungi, að því er greint frá í tilkynningu frá Icelandair.

Sylvía var ráðin sem framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála og Rakel sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Icelandair Group. Þær munu taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins og leiða tvö svið sem eru partur af nýju skipulagi sem kynnt var í lok síðasta árs.

„Það endurspeglar enn skýrari áherslu á stefnu félagsins þegar kemur að sjálfbærum vexti, stafrænni umbreytingu og áherslu á upplifun viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni.

Mikill styrkur að fá þær til liðs við félagið

Sylvía kemur aftur til liðs við Icelandair Group eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo síðastliðið ár. Hún starfaði hjá Icelandair á árunum 2018-2021, fyrst sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Áður starfaði hún hjá Landsvirkjun og Amazon í Evrópu. Sylvía er með M.Sc. próf í aðgerðargreiningum frá Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólanum í London og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá er Sylvía stjórnarformaður Íslandssjóða.

Rakel hefur starfað sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Alvotech síðan seinni hluta árs 2020 og var áður yfirmaður upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar. Fyrir þann tíma starfaði hún hjá Arion banka, m.a. sem framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Rakel er með MBA gráðu frá Duke háskólanum í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands.

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni að það sé afar ánægjulegt og mikill styrkur í því að fá Sylvíu og Rakel til liðs við félagið til að leiða tvö mikilvæg svið innan þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK