Sölvi Blöndal vill að tónlistarbransinn sé iðnaður

Sölvi Blöndal.
Sölvi Blöndal. Ljósmynd/Alda Music

Sölvi Blöndal, teymisstjóri útgáfufyrirtækisins Öldu Music, sem í gær var selt til stærsta tónlistarfyrirtækis heims, Universal Music Group, vill að íslenski tónlistarbransinn hætti að vera „bransi“ og verði iðnaður, líkt og annars staðar á Norðurlöndunum.

„Besta dæmið er Svíþjóð. Þeirra útflutningur á tónlist hefur verið gríðarlega árangursríkur. Ekki bara útflutningur á stórum nöfnum heldur líka á lagahöfundum sem semja fyrir aðra. Þeir nálgast verkefnið skipulega og eru alltaf alþjóðlegir í sinni nálgun.“

Sölvi segir að salan til Universal þýði að fjárfesting í íslenska tónlistariðnaðinum muni aukast og lagahöfundar, framleiðendur, flytjendur o.fl. fái aukin tækifæri til listsköpunar. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK