Fjármálageirinn bregst við auknum árásum

Íslensku bankarnir hafa flestir uppfært öryggisráðstafanir sínar í kjölfar árásar Rússa inn í Úkraínu. Ástæðan fyrir því er sú að flest vestræn ríki telja að tölvuárásum á fjármálainnviði þeirra kunni að fjölga í kjölfar átakanna, en nóg hefur þeim fjölgað á liðnum árum.

Rétt er að taka fram að árásir á fjármálainnviði vestrænna ríkja eru ekki beinn angi af hernaðarátökum í Úkraínu heldur að hluta til afleiðing þeirra og eftir tilvikum afsökun fyrir glæpasamtök. Rússar hafa að vísu burði til að gera slíkar árásir sjálfir, en það hafa ýmis glæpasamtök líka. Þá er einn angi málsins sá að glæpasamtök eða hugsjónahópar geta gert árásir og látið það líta út eins og rússnesk stjórnvöld hafi átt hlut að máli og þannig reynt að skapa enn stærri gjá á milli Rússlands og vestrænna ríkja.

Tilgangurinn óljós

Tilgangur tölvuárása á fjármálainnviði er ekki alltaf ljós, sérstaklega þegar ekki er um beinan þjófnað á gögnum eða fjármagni að ræða heldur árásir sem eru til þess fallnar að trufla kerfi, valda töfum og mögulega langvarandi skaða. Þá liggur sjaldnast fyrir hvaðan árásirnar koma eða hverjir bera ábyrgð á þeim. Almennt má flokka gerendur í slíkum málum í þrjá flokka; 1) ríki, 2) skipulögð glæpasamtök og 3) aðra aðila sem geta verið fyrirtæki, einstaklingar, hugsjónasamtök og fleiri. Í svörum Seðlabankans við spurningum ViðskiptaMogga kemur fram að svo virðist sem virkni fyrstu tveggja, þ.e. ríkja og skipulagðra glæpasamtaka, fari vaxandi.

Í úttekt um netöryggismál íslenskra fjármálainnviða í ViðskiptaMogganum í dag er farið yfir svör Seðlabankans og viðskiptabankanna við spurningum Morgunblaðsins en Seðlabankinn hefur áður lýst áhyggjum af aukinni tíðni árása.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK