Fullvinnsla á þörungum í Hólminum

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirtækið Asco Harvester í Stykkishólmi áformar að setja upp vinnslu þörunga í bænum, að þvi er greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Efnt verður til kynningar meðal bæjarbúa í næstu viku. Fyrirtækið hefur yfir að ráða sláttupramma og öðrum búnaði til að afla þangs og þara. Fyrirhugað er að gera það í sunnanverðum Breiðafirði, meðal annars í nágrenni Stykkishólms.

Asco Harvester hefur fengið vilyrði fyrir lóð fyrir vinnslu á Skipavíkursvæðinu. Þar verður sett upp þurrkun og frumvinnsla afurða. Fyrstu tækin eru væntanleg á næstu vikum. Búist er við að það taki um ár að koma upp húsnæði og tækjabúnaði. Þörungar eru notaðir í dýrafóður og áburð en einnig í matvæli og segir Sigurður Pétursson stjórnarformaður að áhugi sé á fullvinnslu í samvinnu við aðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK