Bankamálið rætt fram á nótt og aftur í dag

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur umræðuna á villigötum. Stjórnarandstaðan er ekki …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur umræðuna á villigötum. Stjórnarandstaðan er ekki sammála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Munnleg skýrsla Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka var til umræðu á Alþingi langt fram á nótt. Fundinum var slitið á þriðja tímanum í nótt. 

Eins og vænta mátti var mikið deilt um málið á fundinum í nótt og má gera ráð fyrir að það verði gert áfram því klukkan fjögur hefst sérstök umræða um bankasöluna. Þá hefst þingfundur klukkan hálf tvö í dag.

Þá verður haldinn opinn fundur fjárlaganefndar á morgun en þangað eiga fulltrúar Bankasýslu ríkisins að mæta og svara fyrir söluna. Fundinum var frestað á sunnudagskvöld, að beiðni Bankasýslunnar, en hann átti að halda í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK