Fastus kaupir þrjú fyrirtæki

Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Fastusar.
Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Fastusar.

Þjónustufyrirtækið Fastus ehf. hefur gert samning um kaup á Expert ehf., Expert kælingu ehf. og GS Import. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar er haft eftir Einari Hannessyni framkvæmdastjóra Fastusar að um sé að ræða mikið framfaraskref fyrir fyrirtækin.

„Þessi niðurstaða er ánægjuleg sem gefur fyrst og fremst tækifæri til aukinnar og enn betri þjónustu og ráðgjafar við viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Expert, í tilkynningunni. 

Stakkur fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi kaupanda við kaupin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK