Um tvö tonn á degi hverjum

Knútur Rafn Ármann segir Friðheima ekki anna eftirspurn á tómatmarkaði.
Knútur Rafn Ármann segir Friðheima ekki anna eftirspurn á tómatmarkaði. mbl.is/Árni Sæberg

Það var þéttsetinn bekkurinn á veitingahúsinu í Friðheimum í Biskupstungum á sumardaginn fyrsta. Blaðamann bar þar að garði ásamt gesti að utan og ljóst að Íslendingar voru í miklum minnihluta á staðnum.

Við náðum þó tali af Knúti Rafni Ármann, sem á býlið ásamt konu sinni, Helenu Hermundardóttir.

„Það er mikill gangur í hlutunum hjá okkur núna og ferðaþjónustan hefur tekið verulega við sér. Það stefnir í stærsta árið hjá okkur á því sviði, eins og í tómatræktinni,“ segir Knútur.

Líkt og hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum breyttist landslagið svo að segja á einni nóttu í ársbyrjun 2020 þegar kórónuveiran hóf innreið sína í landið og um heim allan. Ári fyrr, 2019, hafði metfjöldi gesta sótt Friðheima heim, um 180 þúsund manns.

„Tölurnar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins sýna að það er talsverður vöxtur frá 2019. Janúar er á pari við sama mánuð fyrir þremur árum. Febrúar hefði orðið það líka ef heiðin hefði ekki takmarkað umferðina til okkar í tíu daga vegna slæmrar færðar Mars er 10% hærri nú en þá og apríl um 35% stærri.“

Segir Knútur að sumarið líti mjög vel út og margir dagar séu nú þegar uppbókaðir. Í raun sé margt sem bendi til þess að sumartraffíkin verði veruleg hér á landi.

„Við höfum nærri þrefaldað framleiðsluna frá því sem var. Nú erum við að tína um tvö tonn af tómötum á dag og um 600 til 700 tonn fara því úr húsi á ársgrundvelli. Fyrir stækkun voru þetta um 250 tonn,“ segir Knútur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK