Góð afkoma hjá Nýsköpunarsjóði

Huld Magnúsdóttir, lætur að eigin ósk af störfum sem framkvæmdastjóri …
Huld Magnúsdóttir, lætur að eigin ósk af störfum sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins nú um mánaðarmótin.

Hagnaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins nam 43 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við hagnað upp á 29 milljónir króna árið áður.

Rekstrargjöld hækkuðu um 11% milli ára og námu 146 milljónum króna. Þá hækkuðu rekstrartekjur um 59 milljónir króna á milli ára, hvort tveggja vegna umsýslusamnings sem gerður var við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, þar sem Nýsköpunarsjóði var falin umsýsla með rekstri sjóðasjóðsins Kríu sem hófst á árinu. Á upphafsári Kríu var samþykkt að fjárfesta fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur sérhæfðum fjárfestingarsjóðum.

Þetta kom fram á aðalfundi sjóðsins sem fram fór í vikunni en ársskýrsla sjóðsins var kynnt samhliða.

Þar kemur fram að rekstur flestra fyrirtækja í eignasafni sjóðsins gekk vonum framar og hefur sjóðurinn verið vel í stakk búinn til að takast á við þá óvissu sem faraldurinn skapaði. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í tveimur nýjum félögum á árinu, annars vegar menntatæknifyrirtækinu Evolytes, sem hefur þróað heildstætt námskerfi sem kennir stærðfræði, og hins vegar Spectaflow, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir hótel- og gistimarkaðinn. Þá var fjárfest í eignarhlutum í nýjum félögum og félögum í eignasafni fyrir 407 milljónir króna. Seldir eignarhlutir námu 115 milljónum króna og almennar lánveitingar 231 milljón í lok árs 2021. Þá voru seldir hlutir að fullu í fyrirtækjunum AGR og Oxymap. Í lok árs 2021 voru hlutir í 25 fyrirtækjum í eignasafni sjóðsins og eins og áður; eignahlutir í þremur sjóðum.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs, verður áfram formaður stjórnar. Þá eru einnig í stórn þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Valdimar Halldórsson, tilnefndur af matvælaráðherra, Róbert Eric Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, Ragnhildur Jónsdóttur sem er án tilnefndingar en skipuð af ráðherra.

Eins og áður hefur verið greint frá lætur Huld Magnúsdóttir að eigin ósk af starfi framkvæmdastjóra í lok mánaðarins og tekur Hrönn Greipsdóttir þá formlega við keflinu frá og með 1. maí.

Hrönn Greipsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs.
Hrönn Greipsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK