Skortur á flugmönnum í Bandaríkjunum

Ljósmynd/Aðsend

Eftirspurn eftir flugmönnum hefur aukist í Bandaríkjunum og erlendir flugmenn flýta sér nú að fylla tóma flugstjórnarklefana.

„Þetta er eins og að fara til Colorado í gullæðinu,“ sagði bandarískur flugmaður í samtali við Reuters fréttastofuna.

Umsóknum um atvinnuleyfi frá flugmönnum hefur fjölgað um 90% eftir heimsfaraldurinn. Stór hluti umsóknanna kemur frá löndum þar sem ferðaþjónustan hefur ekki náð sér á fullt skrið eftir heimsfaraldurinn. Samkvæmt United Airlines er búist við því að skortur á flugmönnum muni vara í nokkur ár.

Flugmenn við störf.
Flugmenn við störf. AFP

Í Bandaríkjunum útskrifast um 7.000 flugmenn á ári, sem mun ekki anna eftirspurn þar sem bandarísk flugfélög telja að það vanti 13.000 flugmenn einungis á þessu ári og jafnvel fleiri á næsta ári.

Röskun á flugi

Starfsmannavandinn hefur leitt til þess að röskun hefur verið á starfsemi flugfélaga í Bandaríkjunum og þurft hefur að fella mörg flug niður vegna vöntunar á flugmönnum. Til að koma í veg fyrir frekari röskun hafa flugfélög skorið niður sumaráætlanir og fækkað flugum. Skorturinn kemur hvað mest niður á svæðisbundnum flugfélögum, sem missa nú starfsfólk yfir til stærri flugfélaga sem greiða hærri laun.

Sky West, sem rekur flug fyrir Delta, American og United, hætti nýlega 29 ríkisstyrktum flugleiðum og bar fyrir sig skort á flugmönnum um. United hefur kyrrsett 150 flugvélar vegna vöntunar flugmanna. Talið er að flugrekendur hafi skorið niður eitt af hverjum þremur flugferðum sem þeir flugu fyrir heimsfaraldurinn.

Bandarísk stéttafélög andvíg þróuninni

Í löndum þar sem takmarkanir vegna sóttvarna eru enn í gildi eru flugmenn í miklu magni að sækja til bandaríkjanna. Víðsvegar hafa flugmenn þurft að leita til annarra starfa utan ferðaþjónustunnar.

Stéttarfélög í Bandaríkjunum eru andvíg þessari þróun og vilja að flugfélög geri meira til að bregðast við hindrunum við að verða flugmaður, eins og hár kostnaður við þjálfun, í stað þess að ráða erlenda flugmenn.

Samtök flugmanna flugfélaga (ALPA), stærsta stéttarfélag flugmanna í heimi, með meira en 62.000 meðlimi, sögðu að það væri „nægilegt“ framboð innanlands af hæfum flugmönnum. Margir erlendir flugmenn hafa hikað við umsóknir þar sem innflutningur til Bandaríkjanna getur tekið allt að 26 mánuði og felur í sér mikinn kostnað, án þess að vinna sé tryggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK