Sauna, heitir pottar og útieldhús í tísku

Útipallur
Útipallur mbl.is/Kristinn Magnússon

Sumarið fer vel af stað hjá byggingavörusölum og mikil eftirspurn er eftir vistvænum valkostum. Landsmenn eru farnir að leggja meira upp úr því að gera vel við heimilið og útieldhús, sauna og heitir pottar eru sérstaklega vinsælir í sumar samkvæmt byggingavöruverslunum landsins.

„Sumarið fer mjög vel af stað. Sögulega séð hefur það alltaf verið svoleiðis að ef það rignir mikið og sumarið er vont þá fer fólk meira til útlanda. Aðal samkeppnisaðili byggingariðnaðarins hefur því ætíð verið ferðabransinn,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO í samtali við Viðskipta Moggann.  

Hann segir að í upphafi heimsfaraldurs hafi landsmenn viljað gera vel við heimilið þar sem ekki hafi verið hægt að ferðast og því hafi margir stækkað pallana sína og tekið garðinn í gegn. Undanfarin tvö ár hafi einkennst af því að einstaklingsmarkaðurinn hafi farið á flug sem hafi örlítið hægt á sér nú en sé þó umfram vonir byggingaverslana.

„Samdrátturinn nú hefur þó ekki verið eins mikil og við bjuggumst við þrátt fyrir að stór hluti Íslendinga hafi farið til Tenerife eða sé á leiðinni þangað,“ segir hann. „Fólk er í dag að velja vandaðra og örlítið dýrara efni en áður, lerki hefur verið vinsælt hjá okkur og fólk leitar mikið eftir vistvænum valkostum og ráðgjöf í umhverfisvænum efnum,“ segir Sigurður Brynjar.

Viðhald orðið meira

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar tekur í sama streng og segir aukna eftirspurn vera eftir umhverfisvænum valkostum.

„Viðhaldið er orðið meira eftir Covid og fólk leggur meira upp úr því að halda heimilinu við. Eftir Covid tókum við eftir því að margir fóru að endurnýja glugga sem hefur eflaust verið verkefni sem sat á hakanum á mörgum heimilum og ráðist var í þegar tími gafst og ekki mátti ferðast. Fólk hefur verið komið í nokkurs konar „viðhaldsskuld“ ef svo mætti orða það,“ segir Árni.

Árni segir fólk í dag að gera meira úr garðinum og segir aukna sölu hafa verið á heitum pottum.

„Sauna-klefar eru einnig að koma sterkir inn, við finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir þeim. Svo fólk er að átta sig á mikilvægi þess að gera vel við heimilið og nærumhverfið,“ segir Árni jafnframt.

Hann segir einnig að sala á grillum og reiðhjólum fari vel af stað sem og á nýjustu litapallettu af Jotun málningunni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK