Bregða ljósi á íslenska nýsköpun í Seattle

Hagkerfi Washington-ríkis, þar sem Seattle er stærsta borgarsvæðið, hefur á …
Hagkerfi Washington-ríkis, þar sem Seattle er stærsta borgarsvæðið, hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en öll borgarhagkerfi Bandaríkjanna og hefur efnahagslegur uppgangur á svæðinu verið ævintýralegur. Ljósmynd/Wikipedia - Rattlhed (CC)

Norræna nýsköpunarráðstefnan (Nordic Innovation Summit 2022) verður haldin í Seattle 18. til 20. maí nk. Ísland fær mikla athygli á ráðstefnunni þetta árið.

Eyrir Venture Management, sjóðastýringarfélag í eigu Eyris Invest, býður fjárfestum og frumkvöðlum til fundar sem haldinn verður samhliða ráðstefnunni, þar sem ljósi verður brugðið á íslenska nýsköpun. Meginþema ráðstefnunnar er „fjárfesting í okkar sameiginlegu framtíð“ (e. Investing In Our Common Future), en leiðtogar úr atvinnulífi, stjórnmálum og vísifjárfestingum frá öllum norrænu ríkjunum munu taka þátt. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður aðalræðumaður. Markmiðið er að hjálpa til við að draga erlenda fjárfesta til íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs, til lengri tíma litið.

„Við erum með nýsköpunarfyrirtæki í okkar eignasafni sem eiga erindi inn á bandarískan markað og við bandaríska fjárfesta,“ segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Tengja saman aðila

„Við viljum því tengja saman þessa aðila, fjárfesta og frumkvöðla. Við teljum að það sé mikið unnið með því að tengja frumkvöðla inn á bandarískan markað og það er ekki síður mikilvægt fyrir þá að fá bandaríska fjárfesta með sér í þá vegferð sem er fram undan.“

Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Eyris Venture Management.
Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Eyris Venture Management.

Spurð um það hvað skapi áhuga fjárfesta á Íslandi segir hún að ímynd landsins, þá sérstaklega í sjálfbærnis-, umhverfis- og samfélagsmálum, sé vel þekkt erlendis.

„Fjárfestar eru að leita eftir tækifærum til að fjárfesta í fyrirtækjum sem með einum eða öðrum hætti bæta samfélagið, hvort sem horft er til jafnréttismála, nýtingar á endurnýjanlegri orku, sjálfbærni og þannig mætti áfram telja,“ segir Stefanía og nefnir sem dæmi íslenska fyrirtækið Pay Analytics sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að minnka launabil.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK