Fjögur ný í markaðsteymi Origo

Markaðsteymi Origo. Frá vinstri eru Anna Gréta Oddsdóttir, Lydía Dögg …
Markaðsteymi Origo. Frá vinstri eru Anna Gréta Oddsdóttir, Lydía Dögg Egilsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Birta Aradóttir, Auður Karitas Þórhallsdóttir, Lóa Bára Magnúsdóttir og Magnús Máni Hafþórsson. Ljósmynd/Origo

Origo hefur ráðið fjóra nýja liðsmenn í markaðsteymi fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í stefnumótun Origo sem hefur hafið vegferð til að auka áherslu á markaðsmálin.

Lydía Dögg Egilsdóttir og Birta Aradóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar í markaðsmálum inn á markaðsdeild Origo. Þar starfa fyrir Auður Karitas Þórhallsdóttir vefstjóri, Kristín Björnsdóttir sérfræðingur og Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri.

Haft er eftir Lóu Báru Magnúsdóttur, markaðsstjóra Origo, í tilkynningu að ráðnignarnar munu gera fyrirtækinu kleift að lyfta markaðsstarfinu á hærra stig.

„Þau hafa hver sína sérhæfingu og mynda teymi sem getur náð vel utan um verkefnin framundan,“ segir Lóaí tilkynnigu. 

Birta Aradóttir kemur frá notendalausnum Origo þar sem hún var vörustjóri Lenovo. Áður starfaði hún sem alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá CO-RO í Kaupmannahöfn, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og birtingastjóri á Hvíta húsinu auglýsingastofu. Birta er með M.Sc. í Corporate Communications frá University of Amsterdam.

Lydía Dögg Egilsdóttir er nýr sérfræðingur í markaðsdeild Origo og hefur reynslu í verkefnastjórnun, markaðssamskiptum og hönnun. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri markaðsmála hjá Gróðurhúsinu í Hveragerði - hótel, mathöll og verslanir og þar áður hjá Gray Line Iceland. Lydía er með BA í Business and Design: Sustainable Communication frá Copenhagen School of Design and Technology.

Anna Gréta Oddsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í markaðsmálum fyrir Notendalausnir. Anna Gréta kemur frá auglýsingastofunni Ketchup Creative þar sem hún sinnti fyrst starfi texta- og hugmyndasmiðar og varð síðar rekstrarstjóri. Anna Gréta er með B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Magnús Máni Hafþórsson hefur störf í hugbúnaðarlausnum Origo en starfaði áður hjá Sprotalausnum Origo. Magnús er að leggja lokahönd á mastersnám í viðskiptafræðum. Hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í markaðsmálum en sérhæfir sig í gagnadrifinni markaðssetningu og stafrænni stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK