Olís fjármagnar birkifræssáningu Landgræðslunnar

Árni Bragason landgræðslustjóri og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, undirrituðu samstarfssamninginn …
Árni Bragason landgræðslustjóri og Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, undirrituðu samstarfssamninginn í gær. Ljósmynd/Aðsend

Landgræðslan og Olís undirrituðu í gær samstarfssamning til næstu fimm ára þar sem Olís skuldbindur sig til að fjármagna birkifræssáningu Landgræðslunnar. 

Olís og Landgræðslan hafa átt í samstarfi um áratugaskeið. Árið 2019 hófu Landgræðslan og Skógræktin ásamt Hekluskógum landssöfnun á birkifræi með stuðningi Olís sem og annarra velunnara. Sú söfnun var liður í endurheimt og uppbyggingu birkiskóga.

Samningurinn er til næstu fimm ára.
Samningurinn er til næstu fimm ára. Ljósmynd/Aðsend

Kolefnisjöfnun eldsneytiskaupa einnig í samstarfi

„Með uppbyggingunni var lagður grunnur að uppgræðslu lands sem er jafnframt veigamikill þáttur í kolefnisbindingu. Samstarf Olís með Landgræðslunni er hluti af grænum skrefum félagsins sem spanna ýmsa þætti starfseminnar,“ segir í tilkynningu. 

Meðal þessara skrefa er kolefnisjöfnun eldsneytiskaupa viðskiptavina, sem jafnframt er unnin í samstarfi við Landgræðsluna. „Þetta farsæla samstarf hefur skilað uppgræðslu yfir þúsund hektara af örfoka landi og gróðurauðn,“ segir einnig í tilkynningunni. 

Haft er eftir Árna Bragasyni landgræðslustjóra að framlenging samstarfsins sé fagnaðarefni. 

„Landgræðslan þakkar starfsfólki Olís fyrir ánægjulegt samstarf og hlakkar til að takast á við brýn verkefni með þeim á næstu árum.“

„Við hjá Olís erum afar stolt af því samstarfi sem við höfum átt með Landgræðslunni og fögnum því að geta liðsinnt stofnunni áfram á komandi árum,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK