Helmingur sumarráðninga hjá Origo eru konur

Sex af nýju sumarstarfsmönnunum hjá Origo. Frá vinstri eru Heiðdís …
Sex af nýju sumarstarfsmönnunum hjá Origo. Frá vinstri eru Heiðdís Vala Þorsteinsdóttir, Örn Óli Strange, Kinga Maria Rozanska, Tómas Héðinn Gunnarsson, Sædís Björk Jónsdóttir og Sindri Snær Sigurðarson Ljósmynd/Aðsend

Í sumar voru ráðnir inn hátt í tuttugu starfsmenn í sumarstörf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Origo og er hlutfall kvenna í ráðningunum hjá fyrirtækinu er 50 prósent.

Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Origo segir að fjölbreyttra leiða hafi verið leitað til að kynna störf innan upplýsingatækni fyrir konum. Þá sé það markmið Origo að helmingur nýráðninga hjá fyrirtækinu séu konur. 

„Til að ná markmiðum okkar í að fjölga konum í upplýsingatækni, ákváðum við því að fjölga sumarráðningum í ár og settum okkur það markmið að helmingur sumarráðninga yrðu konur, sem varð raunin,“ segir Dröfn.

Nýverið undirrituðu tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni undir viljayfirlýsingu Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, um að ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum. Origo var þar á meðal. 

„Origo hefur skýrt markmið um að fjölga konum í upplýsingatækni og tæknistörfum. Hallað hefur á hlut kvenna í geiranum og því er mikilvægt að halda áfram að styðja við og fjölga konum í tæknistörfum,“ bætir Dröfn við.

Hlutfall kvenna í nýráðningum hjá fyrirtækinu Origo í fyrra var alls 43 prósent og hlutfall kvenna af öllum starfandi hjá fyrirtækinu alls 29 prósent.

Þess má geta að hlutfall kvenkyns stjórnenda hækkaði einnig á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK