Verðbólgan komin í 9,9%

Seðlabanki Íslands hefur brugðist við aukinni verðbólgu með því að …
Seðlabanki Íslands hefur brugðist við aukinni verðbólgu með því að hækka vexti. mbl.is/Golli

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Í frétt á vef Hagstofunnar er gerð grein fyrir framlagi undirliða til verðbólgunnar.

„Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 6,8% (áhrif á vísitöluna -0,24%) og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 2,6% (-0,17%).

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,4% (0,47%) og verð á flugfargjöldum hækkaði um 38,3% (0,72%).

Hækkun á flugfargjöldum til útlanda er tilkomin vegna verðhækkunar í júlí 19,9% (0,43%), en einnig vegna þess að flugfargjöld voru vanmetin í júní 2022 (0,29%). Hækkun flugfargjalda í júní hefði átt að vera 20,4% ef ekki hefði komið til vanmats. Leiðréttingin hefur ekki áhrif á birt gildi vísitölu neysluverðs í júní,“ segir þar orðrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK