Íslandsbanki hagnast um 5,9 milljarða

Íslandsbanki hagnast um 5,9 milljarða.
Íslandsbanki hagnast um 5,9 milljarða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Íslandsbanka nam 5,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi miðað 5,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur bankans námu 14 milljörðum króna, miðað við 12,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi í fyrra.

Arðsemi eiginfjár var 11,7% á ársgrundvelli, sem er yfir spám greiningaraðila. 

Hreinar vaxtatekjur jukust um 21,8% á milli ára og námu 10,3 milljörðum króna. Hreinar þóknanatekjur námu 3,4 milljörðum og jukust um 18,1% á milli ára. Hreinar fjármunatekjur námu 208 milljónum og drógust saman um 411 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra.

Uppfærir leiðbeinandi tölur 

Útlán til viðskiptavina jukust um 45,8 milljarða króna á fjórðungnum, eða 4,1%. Alls námu útlán til viðskiptavina 1.154 milljörðum króna í lok júní. 

Eigið fé bankans nam 203 milljörðum króna í lok júní. 

Bankinn uppfærir leiðbeinandi tölur fyrir árið í ljósi góðrar afkomu. Arðsemi verði yfir 10%, en áður var reiknað með 8-10%. Kostnaðarhlutfall er lækkað í 44-47% úr 45-50%. 

Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tilkynningu. 

„Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK