Sjálfbærar ofurtölvur í krafti íslenskrar orku

Rescale er bandarískt félag sem sérhæfir sig í þjónustu við …
Rescale er bandarískt félag sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki sem nýta sér mikla reiknigetu í gegnum HPC-skýjalausnir á alþjóðlegum mörkuðum.

Alþjóðlega fyrirtækið Rescale hefur nú hafið samstarf við nýtt íslenskt fyrirtæki, Responsible Compute, um að bjóða upp á sjálfbærar HPC-skýjalausnir í krafti íslenskrar endurnýjanlegrar orku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Í tilkynningunni kemur fram að gagnaver og hýsingar eigi um 2% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum ár hvert, sem sé svipað og allur fluggeirinn skili af sér árlega. Þá sé áætlað að þessi losun muni fara upp í 3% árið 2025. 

„Við spáum áframhaldandi vexti í eftirspurn á sjálfbærum hýsingarlausnum. Rescale ætlar að mæta þeirri eftirspurn með tólum sem gera viðskiptavinum okkar kleift að ná tökum á kostnaði og afköstum á skýjalausnum þeirra, en á sama tíma tryggja þætti sem hafa áhrif á sjálfbærni og umhverfisvernd,“ er haft eftir Joris Poort, forstjóra og stofnanda Rescale, í tilkynningunni. 

Rafmögnuð með íslenskri vatnsorku

Responsible Compute, sem er samstarfsverkefni Origo og Borealis Data Center, mun bjóða upp á HPC-innviðaþjónustu í gagnaverum Borealis sem eru keyrð á umhverfisvænum orkugjöfum og kæld með umhverfisvænum leiðum.

Gagnaver Borealis Data Center hýsa í dag ýmsa þjónustu frá alþjóðlegum viðskiptavinum upp á um 60MW á tveimur stöðum á Íslandi. Gagnaverið á Blönduósi fær sína raforku að mestu leyti frá Blönduvirkjun sem framleiðir 150MW af endurnýjanlegri raforku með vatnsfalli.

„Stefna Responsible Compute er að bjóða upp á sjálfbæra HPC-innviðaþjónustu með bestu mögulegu kolefnisskýrslum sem völ er á, sem eru byggðar á þekktum og stöðluðum reikniaðferðum. Þetta gerir viðskiptavinum okkar kleift að draga úr umhverfisspori sínu, meta þróun útblásturs og vega möguleg úrræði í átt að kolefnishlutleysi,” er haft eftir Kristjáni Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra Responsible Compute, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK