The Engine tekur yfir rekstur The Engine Kaupmannahöfn

Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine.
Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine. Ljósmynd/Aðsend

The Engine, íslensk stafræn stofa og dótturfélag Pipar/TBWA, hefur að fullu tekið yfir rekstur The Engine í  Kaupmannahöfn og er því nú með starfsemi í Noregi, Íslandi og Danmörku. 

Um er að ræða mikilvægan lið í stefnu fyrirtækisins að vaxa til Norðurlandanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Er þar haft eftir Hreggviði Steinari Magnússyni, framkvæmdastjóra félagsins, að aukin eftirspurn sé eftir þjónustu á sviði stafrænna auglýsinga.

Jacob Petersen ráðinn til The Engine

The Engine sérhæfir sig meðal annars í rekstri stafrænna auglýsinga á Google, Meta, Snapchat, TikTok og LinkedIn.

The Engine réð til sín reynslumikinn leiðtoga, Jacob Petersen, sem svæðisstjóra The Engine í Danmörku og fær hann það hlutverk að byggja upp starfsemina á komandi misserum í samstarfi við stjórnendur The Engine Nordic. Jafnframt hefur skrifstofa The Engine í  Kaupmannahöfn verið flutt til TBWA\Connected í Kaupmannahöfn en náið samstarf er á milli stofanna.

Unnið er að áframhaldandi uppbyggingu á Norðurlöndunum og er áætlað er að opna starfsemi í Helsinki 2023 með kröftugum hætti í nánu samstarfi við TBWA\Helsinki sem er ein mest verðlaunaðasta auglýsingastofan í Finnlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK