Tap Play nam 6,6 milljörðum en tekjur jukust mikið

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Morgunblaðið/Eggert

Flugfélagið Play tapaði 45,5 milljónum bandaríkjadala eða því sem nemur tæplega 6,6 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Þá er tap vegna lokunar Reykjanesbrautar metið á 2,2 milljónir bandaríkjadala eða 318 milljónum íslenskra króna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu sem sem Play sendi á fjölmiðla. Ársreikningurinn verður kynntur klukkan 16.15 í dag.

Þá kemur fram að sætanýting hafi verið 79,7 % og að tekjuvöxtur sé nokkur og fór úr því að vera 16 milljónir bandaríkjadala árið 2021 í 140 milljónir bandaríkjadala árið 2022.

Tekjur flugfélagsins fóru úr 16 milljónum bandaríkjadala í 140 milljónir …
Tekjur flugfélagsins fóru úr 16 milljónum bandaríkjadala í 140 milljónir bandaríkjadala. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spá 1,5-1,7 milljón farþegum á árinu

Í tilkynningu segir að fjárhagsstaða félagsins sé metin heilbrigð og að handbært og bundið fé þann 31. desember hafi verið 36,2 milljónir bandaríkjadala eða því sem nemur 5,2 milljörðum íslenskra króna. Hlutafé var aukið um 16 milljónir bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi 2022 eða um því sem nemur 2,3 milljörðum króna. 

80,3% meðal sætanýting 

Þá segir jafnfram að miðasala fari vel af stað á þessu ári og að miðasölumet hafi verið slegið í janúar. Því er spáð að farþegafjöldi verði 1,5-1,7 milljónir á árinu 2023. 

„Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir Jónsson í fréttatilkynningu. 

Orð Birgis má lesa í heild hér: 

„Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti. Fjárhagsstaða PLAY er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði. Okkur hefur tekist mjög vel að halda kostnaði í lágmarki og það er frábært að sjá tekjurnar byrja að aukast sem er hárrétt uppskrift að árangri. Við sáum mjög jákvæða þróun í hliðartekjum á ársfjórðungnum þar sem sala á flugvöllum hefur farið vaxandi, vel gekk að hefja sölu á vöruflutningum og nú er hafin sala á nýjum fargjöldum sem eru bæði bót á söluog þjónustustigi og eykur hliðartekjur. Árið hefst á mjög sterkri bókunarstöðu og auknum einingatekjum sem fyllir okkur trausti um að tekjugrunnur okkar sé að þroskast á þróast á jákvæðan hátt. Sætaframboð okkar sumarið 2023 mun aukast um nærri 77% miðað við sumarið 2022 og við bætum fjórum nýjum flugvélum við flotann auk þess að taka á móti um það bil 200 nýjum starfsmönnum. Það er sönn ánægja að sjá liðsheildina styrkjast og vinna hörðum höndum að markmiðum okkar á árinu. Við hefjum nýtt ár full af orku og metnaði til að ná settu marki. Ég er sannfærður um að heimurinn er rétt að byrja að sjá hvað býr í þessu frábæra liði PLAY og það er ekki annað hægt en að vera auðmjúkur og glaður yfir því að fá að vera hluti af svona frábæru liði.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK