Fyrirtæki munu reyna að fækka störfum til muna

Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og …
Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og Paulsen, eru mættir í Dagmálasettið. mbl.is/Hallur Már

„Ég held að þetta sé mjög dýrt og í litla fyrirtækinu mínu þá eru þetta hækkanir upp á 40 milljónir á ári og við þurfum að finna tekjur til að mæta því [...] sérstaklega ef þú ert að horfa á fyrirtæki með 500 milljónir í veltu og minna að þetta verður gríðarlega þungur baggi og það mun tapast fullt af störfum út af þessum hækkunum.“

Þessum orðum fer Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og Paulsen, um áhrif nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á lítil og meðalstór fyrirtæki í landinu. Hjá fyrirtæki hans starfa um 50 manns.

Hermann er gestur Dagmála ásamt Herði Ægissyni, ritstjóra Innherja, en í viðtalinu ræða þeir þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á almennum vinnumarkaði í kjölfar verkfallsboðana Eflingar og atkvæðagreiðslu á vettvangi SA um allsherjarverkbann á félagsmenn Eflingar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK