Ríkið keypti Landsnet með kúluláni

Landsvirkjun seldi ríkissjóði 64,73% hlut sinn í Landsneti á síðasta …
Landsvirkjun seldi ríkissjóði 64,73% hlut sinn í Landsneti á síðasta ári en viðskiptin voru fjármögnuð með seljendaláni frá orkufyrirtækinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsvirkjun seldi ríkissjóði 64,73% hlut sinn í Landsneti á síðasta ári en viðskiptin voru fjármögnuð með seljendaláni frá orkufyrirtækinu.

Í svari frá því kemur fram að hluti lánsins sé í evrum og til fjögurra ára, svokallað kúlulán þar sem lánið verður allt greitt upp við lok lánstímans. Hinn hluti fjármögnunarinnar er til fimm ára með jöfnum afborgunum og er í evrum.

Í viðræðum lífeyrissjóða við fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins um mögulegt uppgjör á skuldbindingum ÍL-sjóðs hafa hugmyndir verið viðraðar um að ríkissjóður afhendi sjóðunum hlutabréf í Landsneti í skiptum fyrir kröfur á hendur sjóðnum.

Kaup ríkisins á raforkuflutningsfyrirtækinu á liðnu ári myndu gera þau viðskipti möguleg.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK