Þórunn ráðin til YAY

Þórunn Káradóttir.
Þórunn Káradóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þórunn Káradóttir hefur verið ráðin til fjártæknifyrirtækisins YAY sem lögfræðingur. 

Í tilkynningu segir að Þórunn starfaði áður sem lögfræðingur hjá Íslandsbanka og vann þar í verkefnum tengdum stafrænum lausnum og sjálfbærni. Hún er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands.

YAY er gjafabréfa app þar sem hægt er að kaupa, gefa og nota stafræn gjafabréf hjá um 250 samstarfsaðilum um land allt.

YAY stendur frammi fyrir miklum vexti um þessar mundir en YAY mun hefja starfsemi í Írlandi og Kanada á næstu vikum og fleiri lönd eru við sjóndeildarhringinn,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK