Nýjar verslanir opnaðar í Holtagörðum

Svona á verslunarmiðstöðin að líta út innandyra að loknum endurbótum.
Svona á verslunarmiðstöðin að líta út innandyra að loknum endurbótum. Teikning/THG arkitektar

Fasteignafélagið Reitir hefur undirritað nýja leigusamninga við þrjú af stærstu fyrirtækjunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.

Þau fyrirtæki sem koma ný inn eru NTC, S4S og Föt og skór, að því er fram kemur á heimasíðu Reita. Þá hefur einnig verið endurnýjaður leigusamningur við Bónus sem flytur sig um set innan Holtagarða og opnar nýja, tvöfalt stærri verslun. Undir hatti NTC eru verslanirnar Companys, Eva, GK Reykjavík, Gallerí Sautján, GS skór, Smash Urban, Karakter, Kultur og Kultur menn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK