Efla þarf eftirlitið í fiskeldinu

Einhverjum kunna að staldra við þegar framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kallar eftir fjölgun opinberra starfsmanna. Í umræðum á vettvangi Dagmála segir Heiðrún Lind mikilvægt að yfirvöld efli stjórnsýslu í kringum fiskeldismál í landinu en þar sé um að ræða grein sem vaxi mjög hratt og muni gera það enn frekar á komandi árum.

mbl.is

Í viðtalinu ræðir hún um grein sem vaxið hefur úr nánast engu og upp í 45 þúsund tonna framleiðslu á áratug en það er mat SFS og sérfræðinga sem farið hafa ofan í saumana á vaxtarmöguleikum fiskeldisins að það geti meira en tífaldast frá því sem nú er.

Heiðrún Lind er gestur þáttarins ásamt Elliða Vignissyni, bæjarastjóra Ölfuss en þar eru uppi mjög stór áform um uppbyggingu landeldis á komandi árum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK