16 ára sími seldist á 25 milljónir

Steve Jobs haldandi á umræddu eintaki á kynningu þess árið …
Steve Jobs haldandi á umræddu eintaki á kynningu þess árið 2007. Ljósmynd/TONY AVELAR

Ónotaður iPhone sími af fyrstu kynslóð frá árinu 2007 seldist á netuppboði í dag á tæpar 25 milljónir íslenskra króna.

Á vefsíðunni sem sá um uppboðið var eintakinu lýst sem mjög sjaldgæfu, nánast gallalausu með óopnað innsigli frá verksmiðjunni sem framleiddi símann. BBC greinir frá.

Eintakið þykir eftirsóknarvert af söfnurum, einkum vegna þess að umrædd gerð á iPhone-símum var framleidd í mjög takmörkuðu magni á sínum tíma.

Alls bárust 28 boð í símann og var endanlegt söluverð hans u.þ.b 400 sinnum hærra en upphaflegt verð hans.

Tæknirisinn Apple hóf sölu á umræddri símakynslóð árið 2007. Steve Jobs, þáverandi forstjóri fyrirtækisins tók þá ákvörðun að hætta framleiðslu á símanum einungis tveimur mánuðum eftir að hún kom á markað vegna dræmrar sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK