Fjölsótt Charge-orkuráðstefna brandr í Berlín

Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Green by Iceland (lengst til hægri), ásamt …
Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Green by Iceland (lengst til hægri), ásamt Caroline Kamerbeek markaðsstjóra DNV, Catarina Barradas markaðsstjóra EDP og Joyce Lee stefnumótunarstjóra Global Wind Energy Council (GWEC).

Um 200 manns sóttu tveggja daga ráðstefnu íslenska ráðgjafarfyrirtækisins brandr í Berlín í upphafi vikunnar. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Charge Energy Branding“, sem er samhljóða sjálfstæðu vörumerki hjá fyrirtækinu, þar sem fjallað var um vörumerkjaþróun og vaxtarskilyrði í orkugeiranum.

Meðal fyrirlesara voru alþjóðlegir sérfræðingar á þessu sviði, meðal annars frá Volkswagen, EON og SAP, auk þess sem íslensk fyrirtæki á borð við Green by Iceland og HS Orka áttu fulltrúa. Þá voru veitt svonefnd Charge-verðlaun, meðal annars fyrir grænustu vörumerki veraldar, á sérstakri athöfn sem haldin var í sendiráði Norðurlanda í Berlín.

„Við höfum frá stofnun fyrirtækisins árið 2016 sinnt erlendum viðskiptavinum í miklum mæli og haft til þess sérhæft starfsfólk bæði heima á Íslandi og erlendis. Opnun á nýjum útibúum brandr í Finnlandi, Noregi og Þýskalandi á síðustu misserum gerir okkur kleift að öðlast enn frekari styrk og breidd í starfseminni, innan sem utan landsteinanna,“ segir dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr.

Hann segir við hæfi að ráðstefnan í Berlín hafi verið haldin í Axica-ráðstefnumiðstöðinni við Brandenborgarhliðið, þar sem miðstöðin sé hönnuð af Frank Gehry, arkitekt Guggenheim-safnsins í Bilbao.

„Til er þekkt hugtak sem kallað er „Bilbabo-áhrifin“ og lýtur að þeim róttæku breytingum, sem afgerandi byggingar og djörf vörumerki á borð við Guggenheim-safnið geta haft á framþróun og uppgang samfélaga,“ segir Friðrik.

„Við viljum staðsetja okkur á mörkum vísinda og vörumerkjaþróunar og það var ákaflega gefandi að upplifa þessar móttökur í Berlín. Ég reikna með að ráðstefnan þar verði eftirleiðis árviss viðburður, en við höfum haldið sambærilegar ráðstefnur árlega í bæði Houston og Reykjavík.“

Hér fyrir neðan má sjá myndir af ráðstefnunni í Berlín.

Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti og Birna Lárusdóttir hjá HS Orku …
Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti og Birna Lárusdóttir hjá HS Orku stinga saman nefjum.
Dr. Gilbert Heise, forstöðumaður alþjóðlegrar markaðssetningar hjá Volkswagen.
Dr. Gilbert Heise, forstöðumaður alþjóðlegrar markaðssetningar hjá Volkswagen.
Dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr.
Dr. Friðrik Larsen, stofnandi brandr.
Axica-ráðstefnumiðstöðin er staðsett við Brandenborgarhliðið í Berlín og hönnuð af …
Axica-ráðstefnumiðstöðin er staðsett við Brandenborgarhliðið í Berlín og hönnuð af Frank Gehry.
Peter Miller, stofnandi og samskiptastjóri Octopus Energy.
Peter Miller, stofnandi og samskiptastjóri Octopus Energy.
Á ráðstefnunni voru veitt svonefnd Charge-verðlaun fyrir grænustu vörumerki veraldar.
Á ráðstefnunni voru veitt svonefnd Charge-verðlaun fyrir grænustu vörumerki veraldar.
Daniela Haldy-Seelmann framkvæmdastjóri hjá orkuteymi SAP og Johann Merkel verkefnastjóri …
Daniela Haldy-Seelmann framkvæmdastjóri hjá orkuteymi SAP og Johann Merkel verkefnastjóri hjá Stadtwerke Düsseldorf.
Hans Petter Kildal, forstjóri hjá Becour stýrir pallborðsumræðum.
Hans Petter Kildal, forstjóri hjá Becour stýrir pallborðsumræðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka