Þurfa 800 rafvirkja næstu fimm árin

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.

Samkvæmt nýrri greiningu frá Samtökum iðnaðarins er verulegur skortur á rafvirkjum á Íslandi. Þá er sá fjöldi sem útskrifast árlega með sveinspróf í rafvirkjun langt undir áætlaðri meðalþörf fyrirtækja í rafiðnaði.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir er sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI og bendir hún á að frá 2018 til 2023 hafi að meðaltali 142 einstaklingar lokið sveinsprófi í rafvirkjun en reiknað sé með að íslensk rafiðnaðarfyrirtæki þurfi að fylla um 160 stöður rafvirkja árlega á næstu fimm árum. „Þá er eftir að taka tillit til þeirrar uppsöfnuðu þarfar sem hefur myndast í greininni, og eins þarf að taka með í reikninginn að alls ekki allir sem ljúka sveinsprófi ákveða að starfa við rafvirkjun enda þykir iðnnámið góður grunnur fyrir áframhaldandi nám af ýmsum toga,“ segir hún.

Greining SI er byggð á könnun sem Outcome gerði á meðal aðildarfyrirtækja samtakanna og kom í ljós að fyrirtæki í rafiðnaði gera ráð fyrir að ráða um 940 manns á næstu fimm árum, þar af 800 rafvirkja.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK