Alda Björk nýr fjármálastjóri ISI

Alda Björk Óskarsdóttir er nýr fjármálastjóri ISI.
Alda Björk Óskarsdóttir er nýr fjármálastjóri ISI. mbl.is/Gunnlaugur

Alda Björk Óskarsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri hjá Iceland Seafood International (ISI). Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Alda Björk tekur við starfinu af Reyni Jónssyni sem starfað hafði sem fjármálastjóri félagsins frá 2013.

Alda er löggildur endurskoðandi og kemur til ISI frá Treble Technologies. Hún starfaði einnig áður sem fjármálafulltrúi hjá Sidekick Health og endurskoðandi hjá Grant Thornton og PWC. 

Alda er með MSc-gráðu í reiknisskilum og alþjóðlegum viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Í fyrra keypti Brim tæplega 11% hlut í fyrirtækinu af Bjarna Ármannssyni, sem var þá forstjóri ISI. Í kjölfarið lét Bjarni af störfum og tók Ægir Páll Friðbertsson, sem áður hafði verið framkvæmdastjóri hjá Brim, við starfi forstjóra ISI. Brim er í dag annar stærsti hluthafi ISI á eftir Fisk seafood.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK