Auknar kröfur skerða samkeppnishæfni Íslands

María Björk Einarsdóttir var ráðin fjármálastjóri Eimskips árið 2021.
María Björk Einarsdóttir var ráðin fjármálastjóri Eimskips árið 2021. Kristinn Magnússon

Sífellt meiri áhersla er lögð á sjálfbærni hjá fyrirtækjum með tilheyrandi kostnaði. Spurð hvort hún telji þær kröfur of íþyngjandi eða nauðsynlegar segir María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri Eimskips, að málið sé flókið og mismunandi kröfur hafi misjöfn áhrif. Eimskip hafi staðið framarlega í sjálfbærnimálum og sé stolt af því.

„Hins vegar finnst okkur hagsmuna Íslands ekki alltaf vera nógu vel gætt, til dæmis þegar skipaflutningar voru innleiddir í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sem tók gildi um áramótin. Við erum lítið eyríki og höfum ekki kost á að nýta lestarsamgöngur, fljótabáta eða landflutninga milli landa. Við hefðum viljað að stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir einhvers konar undanþágum fyrir Ísland til að jafna leikinn gagnvart þeim þjóðum sem eru á meginlandinu og hafa því úr fjölbreyttari flutningsmátum að velja.“

María Björk segir ljóst að kostnaðurinn á bak við auknar kröfur skerði samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Þótt flestir séu sammála um að sjálfbærni sé orðin óaðskiljanlegur hluti af rekstri fyrirtækja sé auðvelt að setja spurningarmerki við allar nýju reglugerðirnar og kröfurnar.

Má spyrja sig um gullhúðun

„Það má spyrja sig hvort við á Íslandi séum að ganga of langt með þessari gullhúðun sem svo mikið er talað um. Eimskip er stórt fyrirtæki sem ræður vel við þær kröfur sem settar eru, en mörg af þeim íslensku fyrirtækjum sem falla undir t.d. flokkunarreglugerð Evrópusambandsins teljast til dæmis örfyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða, þótt þau flokkist sem stór fyrirtæki á Íslandi. Þess vegna ætti að aðlaga þessar reglur sem settar eru að okkur.“

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK