AVIA stefnir á að tvöfalda tekjurnar í ár

Sólon Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AVIA, segir mikil tækifæri felast …
Sólon Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AVIA, segir mikil tækifæri felast í lausninni fyrir fyrirtæki og býst við fjölgun notenda. Árni Sæberg

Íslanska hugbúnaðarfyrirtækið AVIA hefur þróað fræðslukerfi sem hefur þá sérstöðu að vera hvort tveggja í senn fræðslukerfi og samskiptakerfi. Félagið stefnir að því að tvöfalda tekjur sínar í ár.

Sólon Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AVIA, segir að um sé að ræða kerfi sem spari fyrirtækjum bæði tíma og kostnað.

„Það sem er í raun okkar sérstaða og greinir okkur frá keppinautunum er að fyrirtækin geta verið með fræðslu- og samskiptahlutann í einu og sama kerfinu, sem felur í sér mikinn sparnað. Tengingar við mannauðskerfi gera fyrirtækjum kleift að sjálfvirknivæða alla ferla við skráningar og samskipti og þá kemur kerfið einnig sem app, sem hentar mörgum fyrirtækjum vel. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að skapa hæfara starfsfólk sem hjálpar fyrirtækjunum að vaxa og ná sínum markmiðum,“ segir Sólon spurður um hið nýja kerfi.

Margir að nota kerfið

Eins og nafnið gefur til kynna liggja rætur AVIA í flugheiminum. Félagið var stofnað árið 2021 og snerist starfsemi þess upphaflega um að búa til gagnvirk námskeið ætluð fyrirtækjum í flugiðnaði. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK