Mikill tekjuvöxtur hjá Kemi

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kemi.
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kemi. mbl.is/Arnþór

Heildverslunin Kemi hagnaðist í fyrra um tæpar 104 milljónir króna, samanborið við rúmlega 77 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu rúmum 2,6 milljörðum króna og jukust um tæpan 1,1 milljarð króna á milli ára. Rekstrarhagnaður félagsins nam tæpum 172 milljónum króna á árinu og jókst um tæpar 53 milljónir króna á milli ára. Framlegð af vörusölu nam um 1,2 milljörðum króna og jókst um rúmar 520 milljónir króna á milli ára. Eigið fé í árslok nam 290 milljónum króna.

Keypti rekstur Poulsen

Kemi keypti rekstur Poulsen um mitt ár 2022. Það skýrir að hluta mikinn tekjuvöxt á milli ára, en árið 2023 var fyrsta heila árið undir sameiginlegum rekstri. Starfsmenn félagsins voru um 50 í fyrra en voru áður 30, en launakostnaður jókst um tæpar 300 milljónir króna á milli ára í fyrra.

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi, er jafnframt stærsti eigandi félagsins með um 45% hlut. Þá á Sjávarsýn, félag í eigu Bjarna Ármannssonar, um 41% hlut.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK