Árshækkun íbúðaverðs 5,2%

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 5,2 prósent, en árshækkunin nam 5,7 prósentum í febrúar. Þetta kemur fram að vef Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS).

Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í mars, samanborið við 1,9 prósenta hækkun í febrúar. 

Íbúðaverð hefur hækkað hraðar á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun.

Í marsmánuði hækkaði sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 1,1% milli mánaða og hefur nú hækkað um 4,6% á síðustu tólf mánuðum. Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli mánaða en hækkaði um 4,9% á síðustu tólf mánuðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK