Merki frá neyðarsendi skútu

Landhelgisgæslunni barst um fimm í morgun merki frá neyðarsendi seglskútu sem saknað hefur verið frá því í sumar milli Portúgals og Azoreyja. Staðsetning neyðarsendisins var skammt suðvestur af Grindavík og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang.

Um klukkan sex í morgun fann áhöfn þyrlunnar neyðarsendinn uppi í fjöru austur af Hópsnesi.  Engin önnur merki um skútuna var að finna en skoðað verður með frekari athugun á svæðinu í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan leitaði nærliggjandi fjörur án árangurs snemma í morgun en leitin er komin í hendur lögreglunnar á Suðurnesjum sem mun hafa yfirumsjón með leit í fjörum á Reykjanesi.

Í frétta franska blaðsins Le Parisien frá 24. ágúst kemur fram að ekkert hafi þá heyrst í skipstjóra skútunnar, Jo Le Goff, 64 ára, en hann var einn um borð í skútunni. Le Goff lagði af stað úr höfn í Brest á Bretagne 5. júní á skútu sinni Red Héol 5. júní og kom til hafnar í Leixões, skammt frá Portó í Norður-Portúgal 7. júlí. Þaðan ætlaði hann að fara til Azoreyja en ekkert hefur spurst til hans síðan. 

Parisien segir að skipstjórinn hafi sent bróður sínum reglulega skilaboð á ferðalögum sínum en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann ætlaði að sigla einn til Azoreyja. Þegar ekkert heyrðist frá Goff hafði bróðir hans samband við Landhelgisgæslunnar í Pas-de-Calais en ekkert var vitað um ferðalag skútunnar. Þar sem gott veður var á þessum slóðum er talið líklegast að skipstjórinn hafi annaðhvort fallið frá borði, veikst eða slasast.

Frétt Le Parisien um hvarf skútunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »